fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimUmræðanStóraukin þjónusta með fjölgun ferða í akstursþjónustu eldra fólks í Hafnarfirði 

Stóraukin þjónusta með fjölgun ferða í akstursþjónustu eldra fólks í Hafnarfirði 

Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar

Afar ánægjulegt er að breyttar reglur um akstursþjónustu eldra fólks voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar í dag þann 10. apríl.  Mikil og góð vinna hefur átt sér stað við gerð breytinga á gildandi reglum en mikilvægt er að vanda vel til verka þegar um er að ræða viðkvæma þjónustu sem þessa

Nú hefur ferðum verið fjölgað úr 8 í 16 í akstursþjónustu eldra fólks. Hér er um tvöföldun að ræða. Tillaga að fjölgun ferða kom upphaflega í umsögn frá öldungaráði um reglurnar sem ráðið vann fyrir fjölskylduráð. Í greinagerð frá öldungaráði voru gerðar athugasemdir um að ferð væri skilgreind í eldri reglum sem akstur á milli tveggja staða en ekki akstur fram og til baka. Í greinagerðinni var einnig lögð áhersla öldungaráðs og félags eldri borgara í Hafnarfirði á baráttu þeirra gegn einmannaleika og einangrun eldra fólks. Þá var einnig lögð áhersla á að með breyttri skilgreiningu á ferðum væru fleiri möguleikar á mannlegum samskiptum til að mynda í dagdvöl og félagsstarfi.

Nú hafa reglurnar verið uppfærðar og einfaldaðar með það að markmiði að gera þær notendavænni. Það er leiðarljós í allri minni vinnu sem formaður fjölskylduráðs að tryggja að þær aðgerðir sem við samþykkjum leiði til betri þjónustu fyrir fólkið í bænum. Um er að ræða breytingar á fjölda ferða, sem og skilgreining á að notandi sem sæki félagsstarf aldraðra geti sótt fleiri ferðir. Markmiðið er að tryggja betur félagslega virkni fólks. Þá hafa verði gerðar breytingar á gjaldskrá þjónustunnar. Í nýjum reglum eru greiðslur notenda orðnar tekjutengdar. Áfram greiða tekjulágir almennt strætófargjald  og tekjuhærri greiða 1100 krónur fyrir hverja ferð.

Einnig má finna nýtt ákvæði í reglunum öryggismál og tengd atriði. Nýjar reglur í akstursþjónustu fyrir eldra fólk er ávöxtur góðs samstarfs milli fjölskylduráðs og öldungaráðs. Fjöldi fólks hefur lagt til vinnu við endurskoðun á nýjum reglum um akstursþjónustu eldra fólks og er það þakkarvert. 

Þá vill ég sérstaklega koma á framfæri þökkum til öldungaráðs sem formaður fjölskylduráðs fyrir hugmyndina, umsagnirnar og eftirfylgnina. Fjölskylduráð hefur átt í afar farsælu og gagnlegu samstarfi við öldungaráð í gegnum tíðina, sem mikilvægt er að rækta áfram málaflokknum til heilla.

Margrét Vala Marteinsdóttir,
bæjarfulltrúi Framsóknar í Hafnarfirði og formaður fjölskylduráðs

 

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2