Málefni leikskólans

Sigríður Ólafsdóttir, Svava Björg Mörk og Sverrir Jörstad Sverrisson skrifa

Sverrir Jörstad Sverrisson, Sigríður Ólafsdóttir og Svava Björg Mörk

Nú í undanfara kosninga keppast framboð við að lofa inntöku yngri barna í leikskóla. Við teljum það vera jákvætt og leikskólanum í hag að stjórnmálaöfl séu áhugasöm um leikskólann og að vilji sé til að auka framboð á leikskólaplássum. Þar sem við brennum fyrir málefnum leikskólans viljum við leggja okkar á vogarskálarnar til þess að málið gufi ekki upp að kosningum loknum.

Flest okkar sem höfum starfað í leikskólum vitum að það getur verið álag á starfsfólki dagsdaglega. Margir leikskólar glíma við eða hafa glímt við starfsmannaveltu sem ein og sér getur valdið álagi og streitu hjá börnum og starfsfólki.

Samstarf

Ef vilji er til að breyta og efla starfsaðstæður í leikskólum er mikilvægt að byggja upp samstarf og samtal við fagfólkið sem á hverjum degi mætir til vinnu í leikskólann. Sjónarmið þeirra sem eru í eldlínunni er ómetanlegt. Því leggjum við áherslu á að allar ákvarðanir og stefnumótun á leikskólastiginu séu gerðar í samráði við þá sem þekkja vandann og finna fyrir honum daglega í starfi sínu.

Samfylkingin

Á lista Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningar nú í vor erum við þrír leikskólastjórnendur sem höfum mikla reynslu og þekkingu á þessu fyrsta menntastigi barnanna okkar. Við erum tilbúin að berjast fyrir raunverulegum úrbótum í leikskólamálum. Við ætlum að gera leikskólann að eftirsóttum starfsvettvangi. Starfsfólk leikskólans, við ætlum að hlusta á ykkur og gera þetta með ykkur.

Sigríður Ólafsdóttir
Svava Björg Mörk
Sverrir Jörstad Sverrisson
stjórnendur í leikskólum og á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here