fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimUmræðanHöfum heiðarleika, ábyrgð og virðingu að leiðarljósi

Höfum heiðarleika, ábyrgð og virðingu að leiðarljósi

Steinn Jóhannsson skrifar:

Nú styttist í kjördag og mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir um valkostina og fyrir hvað framboðin standa. Við sem erum fulltrúar Samfylkingar­inn­ar trúum því að ákveðin gildi eigi að vera í forgrunni gagn­vart kjósendum, þ.e. heið­ar­leiki, ábyrgð og virðing sem þjóna sem ákveðin leiðarljós í verkum okkar og kosninga­bar­áttu. Hafnarfjörður hefur tæki­færi á að vera fyrirmyndar­bæjar­félag í þeim vinnubrögð­um sem við viljum að séu rækt­uð í bæjarfélaginu af kjörnum fulltrúum kjós­enda. Í stjórnmálum kjósum við full­trúa okkar til að fara fyrir bæjarfélaginu og það er skilyrðislaus krafa að þeir séu heiðarlegir í svörum, komi fram af virð­ingu við kjósendur og starfsfólk bæjar­félags­ins, beri ábyrgð á því sem sagt er og gæti jafnræðis í verkum sínum. Jafnframt er mikilvægt að kjörnir fulltrúar komi fram fyrir hönd allra bæjarbúa í öllum málum. Aðal­stefnumál Samfylkingarinnar er fólkið í forgang og það þýðir að við skuldbindum okkur til að vinna að þeim stefnumálum sem íbúarnir setja í forgang, þ.e. stór­aukið framboð á hús­næði, stórsókn í leikskólamálum og mæta ólíkum þörfum eldri borg­ara. Við stefnum hátt með því að taka ábyrgð og standa við þau loforð sem eru gefin. Setjum okkur gildi sem við vinnum eftir og ræktum menn­ingu Hafnarfjarðar.

Steinn Jóhannsson
skipar 7. sæti á lista Samfylkingar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2