fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimFréttirPólitíkFrelsið er yndislegt!

Frelsið er yndislegt!

Kristín María Thoroddsen skrifar:

Sterkt atvinnulíf er forsenda þess að hér sé hægt að bjóða uppá öflugt velferðarkerfi og framúrskarandi heil­brigðiskerfi. Sterkt atvinnulíf er grunn­urinn að kröftugu efnahagslífi þjóða og án þess værum við ekki með eins frambærilegt samfélag og raunin er. Allir stjórn­málaflokk­arnir sem bjóða fram í komandi kosning­um tala um bætt lífsgæði á einn eða annan hátt en gleyma oftar en ekki að tilgreina hvernig því markmiði skal ná.

Sjálfstæðisflokkurinn talar skýrt í þeim efnum. Með því að lækka skatta og einfalda regluverkið gerum við hvert öðru auðveldara að búa til verðmæti og störf og tekjur fyrir þjóðarbúið. Verðmætin verða ekki til inni í ráðneytum eða hjá hinu opinbera né heldur vaxa þau á trjám. Þau verða til hjá einkafyrirtækjum, meðal fólks í atvinnulífinu, sem þarf frelsi til athafna án afskipta ríkisvaldsins.

Völdin til fólksins

Skattlagning á fólk og fyrirtæki, þar sem hugmyndin er að ríkið fái sem mest fjármagn, er ekki stefna Sjálfstæðis­flokksins. Fjármagnið á að vera hjá fólk­inu og í umferð á hinum al­­menna markaði, þannig aukum við frelsi fólks til athafna.
Frelsi er eitt það mikilvægasta sem við höfum sem ekki allar þjóðir hafa. Glötum ekki því frelsi sem við höfum þegar byggt upp með því að gefa frá okkur völdin, eins og svo margir stjórnmálaflokkar vilja ólmir eiga. Um leið og frelsið er tekið af okkur höfum við tapað svo miklu, það þekkjum við af eigin raun á undanförnum mánuðum.
Kæri kjósandi, ég vona að þú kjósir frelsið umfram fjötra og kjósir Sjálf­stæðisflokkinn. Þannig getur þú stuðlað að því að fólk og fyrirtæki geti frjálst framkvæmt og notið lífsins næstu fjögur árin.

Kristín María Thoroddsen
skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2