Ljósmynd dagsins – Jón Mathiesen

Opnaði glæsilega verslun í sumarbyrjun 1930

Jón Mathiesen í verslun sinni að Strandgötu 4

Jón Mathiesen var einn af þekktari kaupmönnum í Hafnarfirði. Hann hóf verslunarstörf sem sendill og síðar innanbúðarmaður hjá Kaupfélagi Hafnarfjarðar 15 ára ára gamall. Tuttugu og eins árs opnaði hann síðan sína fyrstu verslun að Strandgötu 19 og verslunin dafnaði vel.

Átta árum síðar, í sumarbyrjun 1930 opnaði hann svo nýja stórglæsilega verslun að Strandgötu 4, í steinsteyptu húsi sem hann hafði látið byggja. Sú verslun dafnaði vel og opnaði hann útibú m.a. í Sjónarhóli og við Hverfisgötu.

Verslun Jóns Mathiesen var starfrækt við Strandgötuna allt til ársins 1972.

Heimild: Höfuðstaður verslunar eftir Lúðvík Geirsson

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here