Fyrr á þessu ári varð Ingvar Viktorsson áttræður og af því tilefni lögðu nokkrir vinir hans hart að honum að láta taka saman endurminningar sínar, sem í raun yrði þá einnig afmælisrit honum til heiðurs.
Það hafðist í gegn á endanum og munu bókin koma út í nóvember – með miklum hvelli!
Bókin verður stútfull af bráðskemmtilegum og fræðandi sögum og þeir sem vilja senda kappanum heillaóskir á þessum tímamótum og gerast um leið áskrifendur að bókinni eru beðnir að senda nafn sitt, heimilisfang og kennitölu á netfangið: holar@holabok.is eða hringja eftir kl. 16 á daginn í síma 692 8508.
Áskriftargjaldið, kr. 6.900-, verður innheimt fyrirfram í gegnum heimabanka, en það er Bókaútgáfan Hólar sem gefur bókina út og skipa þeir Guðmundur Árni Stefánsson, Lúðvík Geirsson, Orri Þórðarson og Guðjón Ingi Eiríksson ritnefndina.