Glæsilegar eignir á Dvergsreitnum komnar í sölu

Nítján íbúðir í ýmsum stærðum og fimm verslunar- eða þjónusturými á jarðhæð

Húsin á Lækjargötu 2, gömlu Dvergslóðinni.

Dvergsreiturinn á Lækjargötu 2 er verkefni sem Hafnfirðingar hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu að sögn Arons Freys Eiríkssonar hjá fast­eignasölunni Ás.

Aron Freyr Eiríksson

Íbúðir sem henta stórum hópi fólks

„Á reitnum eru íbúðir sem henta stórum hópi fólks, allt frá 79 m² 2ja herbergja íbúðum og upp í 160 m² tveggja hæða 4ra herbergja íbúðir.

Frábært útsýni er úr mörgum íbúð­unum yfir lækinn, aðrar með útsýni upp að Hamrinum, yfir miðbæinn og enn aðrar með sjávarútsýni. Allar íbúðir hafa sérinngang og sér stæði í lokaðri bílageymslu.“

Aron segir gaman að sjá hversu vel hefur tekist til við að láta húsin samræmast umhverfinu og segir hann að þau á fasteignasölunni hafi heyrt á fólki að mikil ánægja ríki með útkomuna.

„Verslunar- og þjónustubilin eru einnig frábærlega staðsett með góðu auglýsingagildi og eru í stærðum sem henta stórum hópi fyrirtækja. Stærðir bilana eru frá 42,7 m² upp í 133 m².“

Fólki boðið að skoða

Segir Aron að hægt sé að skoða allar eignirnar samdægurs og hvetur hann því áhugasama til að hafa samband við Ás fasteignasölu.

Húsin á Dvergsreitnum