330 sundmenn kepptu á Ásvallamótinu í sundi um síðustu helgi

Elín Kata Sigurgeirsdóttir úr SH

330 sundmenn frá 18 félögum auk kanadísks liðs kepptu á 12. Ásvallamótinu í sundi sem Sundfélag Hafnarfjarðar stóð fyrir í Ásvallalaug um síðustu helgi.

Bestum árangri á mótinu náðu þau Steingerður Hauksdóttir  og Kolbeinn Hrafnkelsson í 50 m baksundi en þau eru bæði í Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Patrick Viggó Vilbergsson setti nýtt mótsmet í 1500 m skriðsundi og blandað lið SH bætti Íslandsmetið í 4x 50 m skriðsundi og synti á 1:39.95 mínútum. Í liði SH voru Dado Fenrir Jasmínuson, Steingerður Hauksdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Kolbeinn Hrafnkelsson.

Mótið fór mjög vel fram en við mótið störfuðu yfir 40 dómarar auk fleiri sjálfboðaliða.

Ásvallamót SH var haldið í samræmi við lög og reglur FINA, SSÍ og IPC og opið öllum sundmönnum og liðum á Íslandi.

Öll úrslit frá mótinu má finna hér.

Ummæli

Ummæli