132 verðlaunapeningar til SH á Akranesleikunum

Undirbúningur fyrir aldursflokkamótið

Öflugur sundhópur SH-inga

Sundfélag Hafnarfjarðar tók þátt á Akranesleikunum síðastliðna helgi eins og vaninn hefur verið síðustu ár sem undanfari að Aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ).

Stemmningin í hópnum var gríðarlega góð en í honum mátti finna sundmenn frá yngstu keppnisflokkum að stíga sín fyrstu skref og upp í eldri og reynslumeiri sundmenn sem keppa á erlendri grundu fyrir hönd Íslands.

SH-ingarnir komu hressir og samheldnir inn í keppni strax á föstudag og persónulegar bætingar og medalíur byrjuðu að flæða inn hjá hópnum. En þess má til gamans geta að þegar mótinu lauk á sunnudag höfðu krakkarnir alls rakað inn 56 gull-, 43 silfur- og 33 bronsverðlaunapeningum, 206 sinnum bættu krakkarnir sína bestu tíma og eins og sést á þessum árangri þá gerðu þau sér einnig lítið fyrir og unnu stigabikarinn með miklum yfirburðum. Katarína Róbertsdóttir úr SH vann svo titilinn stigahæsti sundmaður mótsins.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here