fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimÍþróttirHandboltiÓlafur Gústafsson gengur aftur til liðs við FH

Ólafur Gústafsson gengur aftur til liðs við FH

Ólafur Gústafsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH og gengur til liðs við félagið í sumar.

Ólafur er uppalinn hjá félaginu og lék með liðinu alla yngri flokka og upp í meistaraflokk. Ólafur varð Íslandsmeistari með FH-liðinu árið 2011 og gekk til liðs við Flensburg í Þýskalandi í upphafi árs 2012. Með Flensburg vann Ólafur m.a. Meistaradeild Evrópu en á atvinnumannaferli sínum lék Ólafur auk þess með Álaborg og Kolding í Danmörku.

Ólafur hefur leikið 39 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Eftir að Ólafur kom heim úr atvinnumennsku fyrir 4 árum hefur hann leikið með KA á Akureyri.

„Það er virkilega ánægjulegt að fá Óla Gúst heim. Við væntum mikils af Óla en hann er stór karakter og með mikla reynslu sem mun nýtast okkur vel innan sem utan vallar. Þetta er gleðidagur fyrir okkur FH-inga og við hlökkum til að sjá hann í hvítu og svörtu næsta vetur,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskriftina.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2