fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimÍþróttirÖflugt rafíþróttastarf hjá FH rafíþróttum

Öflugt rafíþróttastarf hjá FH rafíþróttum

Námskeið fyrir 8-16 ára með metnaðarfullum þjálfurum

Í sumar var endurvakið það starf sem hafði verið hjá Rafíþróttadeild FH og leiðir Birgir Kjartansson starfið.

Hann hefur fengið með sér reynslumikla og metnaðarfulla þjálfara frá íslensku samtökunum ECA, Esports Coaching Academy sem hefur lagt áherslu á starf með ungum iðkendum. Þar í forsvari er Ólafur Hrafn Steinars­son sem segir að grunnur sem samtökin hafa byggt sé nú notaður í níu löndum.

Þjálfararnir Brynjar Bragi Einarsson og Ólafur Hrafn Steinarsson frá ECA og Erlingur Birgir Kjartansson forsvarsmaður FH rafíþrótta.

Um 30 krakkar voru á haustnámskeiði og um 65 voru á sumarnámskeiðum félagsins.
FH rafíþróttir hafa fengið aðstöðu í húsakynnum NÚ á horni Reykja­víkurvegar og Flatahrauns þar sem er mjög góð tölvustofa auk þess sem þar er góður líkamsræktarsalur en í starfinu er hugaríþróttum blandað saman við líkamlegar æfingar og leiki.

íþróttasalur Nú kemur að góðum notum.

Birgir segir að starfið njóti mikillar velvildar hjá Hafnarfjarðarbæ enda finni margir, sem ekki finni sig í hefðbundnum íþróttum, farveg sinn þarna.

Þegar tíðindamaður Fjarðarfrétta leit við á æfingu, var setið við hverja tölvu og léku krakkarnir tölvuleiki undir vakandi auga þjálfara sem lögðu þeim línurnar og leiðbeindu.

Í ljósleiðaradeildinni

FH er með lið í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í Counter Strike og er liðið nú í 6. sæti af 10 en deildin er efsta deildin á Íslandi.

Námskeið

Í boði verða námskeið á nýju ári og verður hægt að nálgast upplýsingar um þau á Sportabler.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2