fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimÍþróttirHlaupVíðavangshlaup fyrir alla á sumardaginn fyrsta

Víðavangshlaup fyrir alla á sumardaginn fyrsta

Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar verður haldið að venju á sumardeginum fyrsta og hefst hlaupið kl. 11. Er hlaupið ætlað öllum aldurshópum og börnin eru sérstaklega velkomin.

Þau yngstu hlaupa um 200 m en 15 ára og eldri hlaupa um 2 kílómetra.

Ekkert kostar að taka þátt og ekki þarf að skrá sig en mikilvægt að mæta tímanlega.

Hlaupið er eftirfarandi flokkum og í þessari röð. Strákar og stelpur keppa sér í öllum flokkum nema 15 ára og eldri. Fyrsta hlaup er kl. 11.00.

  • 15 ára og eldri (fædd 2002 og fyrr) hlaupa um 2.000 m
  • 6 ára og yngri (fædd 2011 og síðar) hlaupa um 200 m
  • 7-8 ára (fædd 2009 og 2010) hlaupa um 300 m
  • 9-10 ára (fædd 2007 og 2008) hlaupa um 400 m
  • 11-12 ára (fædd 2005 05 2006) hlaupa um 600 m
  • 13-14 ára (fædd 2003-2004) hlaupa um 1.000 m

Allir fá viðukenningarpening í lokin en einnig eru veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.

Undanfari er með yngstu keppendunum og foreldrar hvattir til að fylgjast rólegir með á hliðarlínunum.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2