fbpx
Mánudagur, maí 20, 2024
HeimÍþróttirHlaupDagur bætti 27 ára gamalt piltamet í dag

Dagur bætti 27 ára gamalt piltamet í dag

Bætti met Sveins Margeirssonar í 1500 m hlaupi

Dagur Traustason bætti í dag 27 ára gamalt met 15 ára pilta í 1500 metra hlaupi á 3. Origo móti FH sem fram fór í Kaplakrika.

Dagur, sem er rétt tæpra 15 ára og keppir fyrir FH, kom í mark á 4:18,70 mínútum og bætti piltamet Sveins Margeirssonar sem var 4:19,2 mínútur. Sveinn setti það met árið 1993 og var það því orðið 27 ára gamalt.

Sveinn setti á næstu árum fjölmörg aldursflokkamet og Íslandsmet og varð einn fremsti hlaupari Íslands.

Verður gaman að fylgjast með þessum efnilega hlaupara á næstu árum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2