fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHlaup73 kepptu í níunda Kaldárhlaupinu - MYNDIR

73 kepptu í níunda Kaldárhlaupinu – MYNDIR

Hlaupið er hluti af Hátíð Hamarskotslækjar

Þann 9. desember hlupu 73 hlauparar af stað á Kaldárselsvegi, hlupu að vatnsbólinu og þaðan eftir stígum og vegum inn til bæjarins en markið var í Jólaþorpinu, 9,7 km síðar.

Valur Þór Kristjánsson var fyrstur í mark á 35,32 mín, annar var Hlynur Guðmundsson á 36,51 mín og þriðji var Valur Elli Valsson á 37.40 mín.

Fyrst kvenna var Ragnheiður Svein­björnsdóttir á 43.24 mín., önnur varð Þóra Gísladóttir á 43,51 mín. og þriðja varð Anna Cecilia á 45,58 mín.

Hlaupaleiðin er falleg og skemmtileg og flestir hlupu til að njóta og sú sem naut sín best á leiðinni var 1,21.52 klst. á leiðinni. Vel var tekið á móti keppend­um í Jólaþorpinu þar sem verðlauna­afhending fór fram.

Hér má sjá fjölmargar myndir frá hlaupinu. Hægt er að eignast myndir í fullri stærð til einkanota. Verð pr. mynd er 500 kr. en lágmarkspöntun er 1.500 kr. sendið fyrirspurn á gudni@fjardarfrettir.is