fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimÍþróttirGuðrún Birna Snæþórsdóttir sigraði í keppninni um Fjarðarbikarinn

Guðrún Birna Snæþórsdóttir sigraði í keppninni um Fjarðarbikarinn

Keppni um Fjarðarbikarinn í golfi lauk síðastliðinn miðvikudag á Hvaleyrinni en alls tóku um tvö hundruð manns þátt.

Þau Guðrún Birna Snæþórsdóttir og Smári Rúnar Þorvaldsson öttu kappi í spennandi úrslitaleik.

Fór svo að lokum að Guðrún Birna stóð uppi sem sigurvegari og hampaði hún Fjarðarbikarnum á úrslitastund á Öldunni í Rif Restaurant í Firði sl. föstudag. Fékk hún í verðlaun 50 þús. kr. gjafabréf í Verslunarmiðstöðini Firði og 50 þús. kr. gjafabréf í Rif Restaurant. Smári Rúnar fékk 40 þús. kr. gjafabréf í Rif Restaurant.

Smári R. Þorvaldsson varð í öðru sæti.

Verslunarmiðstöðin Fjörður, 220 Fjörðu og Rif restaurant eru styrktaraðilar keppninnar um Fjarðarbikarinn sem nú var haldin þriðja árið í röð.

Öllum sem komust í 16 manna úrslit var boðið á RIF Restaurant sl. föstudag þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangurinn í mótinu.

Úrslit í undankeppinni

  1. sæti – Ingveldur Ingvarsdóttir 45 punktar : 30.000 kr. gjafabréf fá Konu
  2. sæti – Melkorka Sif Smáradóttir 42 punktar: 20.000 kr. frá Skóhöllinni
  3. sæti – Sigurgeir Hlíðar Sigurjónsson 42 punktar: 15.000 kr. frá Rif
Melkorka Sif Smáradóttir varð í 2. sæti í undankeppninni.
Ólafur U. Torfason og Ingveldur Ingvarsdóttur urðu í 3.-4. sæti. Með þeim eru Ævar Olsen og Hrefna Nilsen í Rif Restaurant.
Mörg verðlaun voru í boði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2