fbpx
Sunnudagur, febrúar 25, 2024
HeimÍþróttirFótboltiLeikurinn gegn Maribor á morgun

Leikurinn gegn Maribor á morgun

FH á allavega fjóra leiki eftir.

FH mætir Maribor frá Slóveníu á morgun kl. 18:20. Þetta verður fyrri leikur liðanna í þriðju umferð Meistaradeildar Evrópu en leikurinn verður í Slóveníu.

Maribor komst áfram í þriðju umferð eftir samanlagðan 3:2 sigur gegn Zr­injski frá Bosn­íu. FH vann aftur á móti Víking Götu samanlagt 3:1.

Sigurvegarinn í viðureigninni fer í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapliðin í umspilinu fara beint inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Því er ljóst að sigurvegarinn úr leik FH og Maribor er á leið í riðlakeppni í vetur í annað hvort Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni. Tapliðið í viðureign FH og Maribor fer áfram í 4. umferð Evrópudeildarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2