fbpx
Laugardagur, júlí 13, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFjall að klífa fyrir FH-inga eftir sigur Braga í kvöld

Fjall að klífa fyrir FH-inga eftir sigur Braga í kvöld

FH mætti Braga í Evrópudeildinni í Kaplakrika nú í kvöld.

FH skoraði fyrsta mark leiksins sex mínútum fyrir hálfleik. Steven Lennon sendi boltann til Halldórs Orra Björnssonar vinstra megin við markið sem skýtur honum beint í hægri samskeytin. Frábært mark en þetta var annað mark kappans fyrir FH.

Braga jafnaði metin er Paulinho komst einn í gegn eftir mistök Kassim Doumbia og skorar einn gegn Gunnari sem hefði eflaust getað varið boltann. Braga komst yfir á 79. mínútu eftir enn ein mistökin hjá FH-ingum, komust í skyndisókn þar sem Fransérgio sendi boltann til Nikola Stoiljkovic sem skorar.

FH þarf nú að skora 2 mörk úti í Portúgal til að eiga möguleika að komast í riðlakeppnina, fyrst íslenskra liða.

Næsti leikur verður eftir viku í Portúgal.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2