fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH-ingar komnir áfram í Meistaradeildinni

FH-ingar komnir áfram í Meistaradeildinni

Hart var barist í leiknum

FH-ingar eru komnir áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu eftir 2:0 sigur gegn Víkingi Götu í kvöld.

Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 78. mínútu leiksins þegar Steven Lennon skoraði úr vítaspyrnu, dæmt var víti eftir að leikmaður Víkings togaði í treyju Kristjáns Flóka inn í teig og í kjölfarið urðu einhver átök og fékk Adeshina Lawal leikmaður Víkings rautt spjald eftir að hafa hrint Böðvari Böðvarssyni.
Þórarinn Ingi Valdimarsson gulltryggði FH-ingum sigurinn á 90. mínútu eftir frábært spil hjá FH-ingum sem endaði með að Atli Guðnason sendi boltanum til Þórarins sem skoraði úr því færi sem hann fékk.

FH vann einvígið með þrem mörkum gegn einu. Annaðhvort mæta FH-ingar Mari­bor frá Slóven­íu eða Zr­injski frá Bosn­íu í 3. um­ferðinni en Mari­bor vann fyrri leik­inn á úti­velli, 2:1.

Myndir úr fyrri leiknum er hægt að finna hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2