fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimÍþróttirFótboltiEvrópudeildin tekur við

Evrópudeildin tekur við

Brasilíumaðurinn Marcos Tavares skoraði bæði mörk Maribor

FH mætti Maribor frá Slóveníu í Meistaradeild Evrópu í Kaplakrika í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna í þriðju umferð deildarinnar en Maribor bar sigur úr bítum í fyrri leiknum 1:0 í Slóveníu.

Markalaust var í hálfleik og kom eina mark leiksins ekki fyrr en á 92. mínútu. Það var hann Marcos Tavares sem skoraði mark Maribor, einn á móti Gunnari en Tavares skoraði líka mark Maribor í fyrri leik liðanna. FH þurfti að skora mark í leiknum í kvöld til þess að eiga möguleika á sigri og þess vegna fór nánast allt lið FH í sókn undir lok leiks en missti boltann frá sér sem Maribor nýtti vel.

Lokatölur 2:0 Maribor í vil en þeir unnu báða leikina 1:0.

FH enn í Evrópukeppni

FH datt úr Meistaradeildinni en Evrópudeildin tekur við og fer FH í tveggja leikja umspil um sæti í riðlakeppni deildarinnar.

Nýir leikmenn til liðs við FH

FH hefur fengið tvo leikmenn til liðs við sig en það eru þeir Cédric D’Ulivo og Matija Dvornekovic. Báðir þessi leikmenn gátu ekki spilað í kvöld þar sem þeir eru ekki í Evrópuhóp FH en geta þó aftur á móti spilað gegn KA á laugardaginn.

Matija Dvornekovic er frá Króatíu og er 28 ára gamall, hann er hægri kantmaður sem getur einnig spilað sem vinstri kantmaður eða sem fremsti maður ef þarf.

Cédric D’Ulivo er franskur 27 ára gamall hægri bakvörður sem á að fylla í skarð Jonathan Henderickx sem fór til Portúgals frá FH.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2