Breiðablik fór illa með FH – Myndaveisla

Breiðablik of stór biti fyrir FH

FH keppti gegn Breiðablik í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH er enn í sjötta sæti með tólf stig og Breiðablik komst nær toppliði Þór/KA og sitja í öðru sæti.

Breiðablik var einfaldlega of stór biti fyrir FH í kvöld. Breiðablik var með yfirhöndina allan leikinn. FH-ingar hefðu getað skorað strax á 3. mínútu en náðu ekki að skora úr vítaspyrnu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á 18. og á 71. mínútu, síðan skoruðu þær Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir og Guðrún Arnardóttir  hin þrjú mörkin á seinustu 20 mínútum leiksins.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here