Yngsti skátahöfðingi Íslandssögunnar kjörinn í dag

Marta Magnúsdóttir var kjörin skátahöfðingi Íslands í dag

Marta Magnúsdóttir, nýr skátahöfðingi Íslands

Marta Magnúsdóttir var kjörin skátahöfðingi Íslands í dag á Skátaþingi sem haldið er nú á Akureyri nú um helgina. Marta sem er 23 ára Grundfirðingur, lang yngst þeirra sem hefur verið kjörin til að sinna þessu embætti. Auk hennar var Ólafur Proppé (75) í kjöri en Marta hlaut 53,1% atkvæða.

Marta hefur verið mjög virk í grasrót skátahreyfingarinnar síðustu ár og t.d. verið leiðandi í hópi sem stendur fyrir og skipuleggur Skátapepp – leiðtogavítamín drótt- og rekkaskáta. Þá hefur hún einnig verið dugleg í alþjóðastarfi og var annar tveggja fararstjóra á hið alþjóðlega skátamót Roverway sem haldið var í Frakklandi í fyrra.

Marta hefur líka afrekað það að fara á norðurpólinn árið 2015. Hún hlakkar til að sinna starfi skátahöfðingja næstu tvö árin, skátahreyfingunni og samfélaginu öllu til heilla.

Dagmar Ýr Ólafsdóttir er nýr aðstoðarskátahöfðingi og formaður félagaráðs. Dagmar er fædd og uppalin í skátahreyfingunni og verið dugleg að taka að sér sjálfboðaliðastörf í þágu hreyfingarinnar. Hún er búin að koma að og hjálpa til við öll Landsmót skáta síðan. Þá hefur hún einnig setið í dagskrárráði og í öðrum trúnaðarstörfum innan Bandalags íslenskra skáta.

Anna Gunnhildur Sverrisdóttir var kjörin nýr gjaldkeri BÍS og formaður fjármálaráðs og Jakob Guðnason var kjörinn nýr formaður upplýsingaráðs.

Sjálfkjörin í sín embætti eru Jón Þór Gunnarsson, formaður alþjóðaráðs, Berglind Lilja Björnsdóttir, formaður ungmennaráðs, Björk Norðdahl, formaður fræðsluráðs og Harpa Ósk Valgeirsdóttir, formaður dagskrárráðs. Ný stjórn BÍS er því skipuð 6 konum og 2 karlmönnum.

Nýkjörin stjórn Bandalags íslenskra skáta f.v.: Jón Þór Gunnarsson, Dagmar Ýr Ólafsdóttir, Björk Norðdal, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, Berlglind Lilja Björnsdóttir, Marta Magnúsdóttir, Harpa Óska Valgeirsdóttir og Jakob Guðnason. – Ljósmynd: Halldór Valberg.

Öll mynda þau stjórn Bandalags íslenskra skáta. Hafnfirðingar eiga tvo fulltrúa í stjórninni, Jón Þór Gunnarsson og Jakob Guðnason sem uppalinn er í Hafnarfirði en býr á Selfossi.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here