fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirVilja undirbúa gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum og útivistarsvæðum í Hafnarfirði

Vilja undirbúa gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum og útivistarsvæðum í Hafnarfirði

Um 10.000 manns komu í Seltún í október

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur formlega óskað eftir heimild bæjarráðs til að undirbúa gjaldtöku við bílastæði á ferðamannastöðum og útivistarsvæðum.

Í samtali við Fjarðarfréttir segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, að ekki standi þó til að hefja gjaldtöku á útivistarsvæðum í bænum, heldur beinist sjónin að tveimur stöðum, hellinum Leiðarenda við Bláfjallaveg og hverasvæðinu í Seltúni í Krýsuvík.

Segir hún að vilji ráðsins sé að fá inn fé til uppbyggingar á svæðunum en gríðarlegur fjöldi ferðamanna kemur á staðina, sérstaklega í Seltún, án þess að skapa neinar tekjur fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hefur fé verið lagt í uppbyggingu göngustíga, girðinga og merkinga á svæðinu auk salernishúss og hefur bærinn einnig fengið styrki frá ríkinu til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Aðspurð taldi Helga þó líklegt að fyrst um sinn yrði aðeins innheimt bílastæðagjald í Seltúni.

Í október sl. voru settir upp mælar í Seltúni og við Leiðarenda og skv. þeim komu nálega 10 þúsund manns í Seltún í október en mun minna í nóvember og desember. Að Leiðarenda komu hins vegar um 1.000 manns í október en ætla má að fjöldinn á báðum stöðunum sé mun meiri á sumrin.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2