Vilja ná tali af ökumanni hvíts bíls

Ók vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24

Hvíta bílinn má sjá á þessari mynd

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24.

Tekið skal  skýrt fram að ökumaðurinn er ekki grunaður um neitt misjafnt, en hann gæti hugsanlega búið yfir upplýsingum sem kunna að nýtast lögreglu við rannsókn máls Birnu Brjánsdóttur.

Viti aðrir deili á bifreiðinni og ökumanni hennar eru hinir sömu beðnir um að koma þeim upplýsingum til lögreglu í síma 444 1000, í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here