fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimFréttirVilja fé til höfuðs þeim sem eitruðu fyrir köttum

Vilja fé til höfuðs þeim sem eitruðu fyrir köttum

Heimildir fyrir því að 5-6 kettir hafi drepist vegna eitrunar

Félagið Villikettir hefur tekið að sér að halda utan um söfnun á verðlaunafé handa þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til ákæru á þeim sem er ábyrgur fyrir því að eitra fyrir köttum í nágrenni Hellisgerðis hér í bæ. Hefur félagið heimildir fyrir því að 5-6 kettir séu dauðir vegna þess.

Þeir sem vilja taka þátt í að leggja verðlaunafé í pottinn geta lagt inn á reikning
0111-26-73030 kt. 710314-1790 – skýring; verðlaunafé.

Stjórn Villikatta leggur fram 20 þúsund krónur úr vasa stjórnarmeðlima til að hefja söfnunina. Verði þetta ekki til að upplýsa málið þá rennur verðlaunaféð jafnt í Sjúkrasjóð Villikatta og til Dýrahjálpar.

Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 eða senda tölvupóst á abending@lrh.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2