Vilja aðgerðaráætlun um viðbrögð við sambærilegum aðstæðum

Ómokað að sorptunnum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að upplýsingar um tafir á sorphirðu berist bæjarbúum með skilvirkum hætti. Miklar tafir hafa orðið á sorphirðu sem Terra sér um og var fyrirtækið orðið 10 dögum á eftir áætlun við losun á grátunnunni sem losa á á 14 daga fresti.

Íbúar eru víða orðnir langþreyttir á seinkuninni sem sögð er vegna mikillar snjókomu en jafnvel þeir þar sem aðgengi að sorpílátum hefur verið mjög gott hafa mátt þurfa að bíða lengi eftir losun.

Á fundi sínum í dag kallar ráðið eftir aðgerðaráætlun til að bregðast við ef upp koma sambærilegar aðstæður.

Ummæli

Ummæli