fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirViðskiptiViktor Ólason nýr framkvæmdastjóri Kúkú Campers

Viktor Ólason nýr framkvæmdastjóri Kúkú Campers

Stofnendur KúKú Campers stefna nú í víking

Kúkú Campers ehf. sem var stofnað árið 2012 með einum gömlum Renault Kangoo hefur vaxið jafnt og þétt undir styrkri stjórn þeirra Steinarrs Lár og Lárusar Guðbjartssonar. KúKú Campers að Flatarhrauni 21 hér í bæ er í dag stærsta húsbílaleiga landsins með yfir 250 bíla til leigu. Stofnendur KúKú Campers stefna nú í víking og hefur fyrsta starfsstöðin þegar verið opnuð í Colorado í Bandaríkjunum (www.kukucampers.com).

Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson

„Nú ætlum við Lárus að einhenda okkur í uppbyggingu á Kúkú vörumerkinu á erlendri grundu og því höfum við fengið Viktor Ólason til liðs við okkur og mun hann leiða starfsemina hér heima á Íslandi. Viktor hefur áralanga reynslu úr íslensku atvinnulífi og var m.a. forstjóri Tals og Kreditkorts og mun sú reynsla nýtast vel inn í Kúkú heiminn,“  segir Steinarr Lár sem staðið hefur vaktina linnulaust frá fyrsta degi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2