Norsk Hydro kaupir ekki álverið í Straumsvík

Hafði gert bindandi tilboð með ýmsum skilyrðum

Álverið í Straumsvík verður ekki selt núna

Norsk Hydro og Rio Tinto hafa slitið samningaviðræðum um kaup Hydro á álverinu í Straumsvík að ósk Norsk Hydro.

Í febrúar sl. gerði Hydro bindandi tilboð um að kaupa af Rio Tinto, Rio Tinto Iceland ehf. (ISAL), 53% hlutdeild í hollensku rafskautaverksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam BV (Aluchemie) og 50% hluti í sænska álflúoríð álverinu Alufluor AB (Alufluor) fyrir um 345 milljónir USD.

Tilboðið var háð ýmsum skilyrðum m.a. samþykki samkeppnisyfirvalda, íslenskra stjórnvalda og viðskiptabanka og átti viðskiptunum að ljúka á öðrum ársfjórðungi 2018.

Í tilkynningu frá Norsk Hydro segir að samþykktarferli Evrópusambandsins hafi tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir og ekki sæi fyrir endann á því. Því hafi orðið að samkomulagi að ljúka samningaviðræðum.

Hydro mun áfram eiga 46,7% í Aluchemie.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here