Hafnarfjarðarbær hefur auglýst úboð á rafmagnskaupum fyrir Hafnarfjarðarkaupstað og Hafnarfjarðarhöfn en Hafnarfjarðarbær hefur fengið verkfræðistofuna Eflu til að annast útboðið.
Þarna er eingöngu verið að bjóða út orkuhlutann en ekki dreifinguna og er miðað við 4 ára samning.
Á síðasta ári var orknotkun Hafnarfjarðarbæjar um 14,5 gWh (gígawattstundir) sem samsvarar um 1.655 kW notkun allt árið um kring sem jafngildir því að hafa 600-700 hraðsuðukatla stöðugt í sambandi.
Árið 2018 keypt Hafnarfjarðarbær dreifingu rafmagns af HS-Veitum fyrir um 136 millj. kr. en það er skv. gjaldskrá og ekki hægt að kaupa af öðrum en raunverulegum dreifingaaðila.
Hins vegar keypti Hafnarfjarðarbær rafmagn af Orkusölunni fyrir 76,7 mill. kr. auk rafmagns til endursölu fyrir 9 millj. kr.
Uppfært 23.3.2020:
Skv. upplýsingum Rósu Steingrímsdóttur, fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar var heildarkostnaður vegna rafmagnskaupa 2019 í heild 237,5 milljónir kr. og voru orkukaupin 84,1 millj. kr. af því en restin flutningur.
Af þessum 84,1 millj. kr. var hluti Hafnarfjarðarhafnar 13,2 millj. kr. eða um 15,7%.