fbpx
Laugardagur, október 5, 2024
HeimFréttirViðskiptiFjarskiptakostnaður hefur verið 38-40 millj. kr. á ári

Fjarskiptakostnaður hefur verið 38-40 millj. kr. á ári

25-30% hagræðing fékkst með samningi við Vodafene eftir útboð

Hafnarfjarðarbær og Vodafone hafa undirritað samning til tveggja ára um síma- og fjarskiptaþjónustu fyrir bæinn sem tekur til farsíma, fastlínu og gagnaflutnings. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að með útboði á þjónustunni sé Hafnarfjarðarbær að ná fram c.a. 25-30% hagræðingu en heildarkostnaður þessara útboðsþátta hefur verið í kringum 38-40 milljónir króna á ári. Samhliða er útboðið að skila hagræðingu sem felur m.a. í sér öflugri nettengingar til skóla og stofnana með lægri tilkostnaði.

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone bauð lægsta heildarútboðsverðið samkvæmt tilboðsskrá útboðsgagna en leyfilegt var einnig að bjóða í hvern vöruflokk fyrir sig.

Útboðið mun líklega skila sveitarfélaginu hagræðingu upp á rúmlega 10 milljónir króna á ársgrundvelli.

„Við höldum áfram því sem við hjá Hafnarfjarðarbæ höfum verið að gera síðustu mánuði, vegferð sem er að skila okkur mikilli hagræðingu. Við höfum markvisst verið að bjóða út þá þjónustu sem við kaupum að. Það er nauðsynlegt, bæði til að halda okkur á tánum og meðvituðum um gang mála á markaði og ekki síður til að halda þjónustuveitanda á tánum þannig að tryggt sé að við séum að fá 100% þjónustu í takt við auknar þarfir og breytingar í starfsumhverfi. Við höldum áfram að róa í þessa átt og það til hagsbóta fyrir alla, starfsmenn, íbúa og fyrirtæki,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í tilkynningunni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2