fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirViðskiptiEnginn bauð í veitingarekstur í Ásvallalaug

Enginn bauð í veitingarekstur í Ásvallalaug

Enginn bauð í veitingarekstur í Ásvallalaug

Þegar Ásvallalaug var hönnuð og byggð var gert ráð fyrir veitingarekstri í hinu stóra anddyri Ásvallalaugar. Þá sýndi enginn áhuga á veitingarekstri og þáverandi forstöðumaður var andsnúinn veitingarekstri þar.

Sundfélag Hafnarfjarðar fékk heimild til að setja upp sjálfsala í anddyrinu og hefur á sundmótum verið með veitingasölu. Þann. 10. júní sl. sendi formaður sundfélagsins bæjarstjóra bréf þar sem hann lýsti áhyggjum félagsins á fyrirhuguðu útboði á veitingarekstri og taldi það geta haft veruleg fjárhagsleg áhrif fyrir félagið en í bréfinu kemur fram að innkoman vegna sölu úr sjálfsölunum sé töluverð.

Bæjarráði var kynnt sú niðurstaða að enginn hafi boðið í veitingasöluna en ekki kemur fram hvar hún hafi verið auglýst né hvernig.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2