„Lítið framboð eigna hefur einkennt fasteignamarkaðinn í Hafnarfirði í ár,“ segir þeir Hlynur Halldórsson fasteignasali og Helgi Jón Harðarson sölustjóri einn eigenda Hraunhamars, elstu fasteignasölunnar í Hafnarfirði. Þeir segja þó að markaðurinn hafi verið stöðugur en að lítið framboð hafi haldið verðinu uppi.
Þeir horfa hins vegar björtum augum á komandi ár enda muni framboð af nýju húsnæði aukast til muna. Segja þeir að hundruð nýjar íbúðir komi í sölu í fjölbýlishúsum í Skarðshlíðinni á fyrstu mánuðum ársins. „Vextir hafa lækkað í þjóðfélaginu og það mun hafa jákvæð áhrif fyrir nýja kaupendur,“ segja þeir Helgi og Hlynur.
Ásvallabrautin í útboð í janúar
Vonast hann til að hraðað verði gerð Ásvallabrautar, sem geti haft mjög jákvæð áhrif á eftirspurn eftir íbúðum í Skarðshlíð. Skv. upplýsingum Sigurðar Haraldssonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs Hafnarfjarðarbæjar verður gerð Ásvallabrautar boðin út í janúar skv. áætlun og gert ráð fyrir að henni verði lokið árið 2021.
500 íbúðir á Hraunum næstu 5-7 ár
Búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir fyrsta hluta Hrauna, í svo kölluðu 5 mínútna hverfi, í þeim hluta þar sem Trefjahúsin eru. Segja þeir Hlynur og Helgi að stefnt sé að því að þar verði tilbúnar 50-100 íbúðir á ári, næstu 5-7 árin.
Síðasta fjölbýlið á Völlum
Nýlega var að koma í sölu síðasta fjölbýlishúsið á Völlum, Eskivellir 11 með 39 íbúðir. „Það eru allt 80-90 m², þriggja herbergja íbúðir sem kosta frá 42 til 45 milljón kr.,“ segja þeir Helgi og Hlynur og er húsið sé vel staðsett í hverfinu, framalega á Völlunum. Segja þetta þetta mjög góðar íbúðir sem afhendist fullbúnar, tilbúnar til að flytja inn í með gólfefnum og öllum innréttingum.
Arkitektastofan Mansard hannaði húsið en byggingaraðili er Nesnúpur ehf.
Óvenjuleg staða
Það vekur athygli ef leitað er eftir einbýlishúsi, parhúsi eða raðhúsi á Völlunum eða í Áslandinu, þá finnst engin slík eign á söluvefunum. Þeir félagar Helgi og Hlynur hafa aldrei upplifað viðlíka skort á þess konar húsnæði eins og er akkúrat núna. Þetta er ótrúleg staða vonandi mun rætast úr á næsta ári með tilkomu eigna í Skarðshlíðinni.