Bjarni Már ráðinn til Rio Tinto á Íslandi

Nýr upplýsingafulltrúi álversins

Bjarni Már Gylfason, nýr upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi

Bjarni Már Gylfason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi RioTinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Bjarni Már er 42 ára hagfræðingur að mennt og hefur síðan 2005 verið hag­fræðingur Samtaka iðnaðarins. Þar hef­ur hann unnið að kynningu, miðlun og greiningu á starfsumhverfi iðnaðar á Íslandi.

Áður en Samtök álframleiðenda voru formlega stofnuð árið 2010 sinnti Bjarni Már sameiginlegu starfi þeirra innan Samtaka iðnaðarins og þekkir vel til starfsskilyrða áliðnaðarins á Íslandi. Hann kenndi hagfræði og skyldar greinar við Verzlunarskóla Íslands 2000-2005 og var blaðamaður á Við­skiptablaðinu og DV 1998-2000.

Hjá RioTinto mun hann bera ábyrgð á samskipta- og kynningarmálum, al­mannatengslum, samskiptum við hags­munaaðila auk stefnumótunar í sjálf­bærri þróun og samfélagslegri ábyrgð.

Bjarni Már er kvæntur Jóhönnu Vern­harðsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau fjögur börn. Hann tekur til starfa nú um mánaðarmótin.