fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirVélræn flokkun fyrir plast í pokum hefst á ný í Sorpu

Vélræn flokkun fyrir plast í pokum hefst á ný í Sorpu

Prófanir á nýjum vinnslulínum í móttökustöð eru nú í fullum gangi og verða þær komnar í fullan rekstur á næstu dögum. Því geta íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi aftur farið að nýta þann möguleika, en það eru íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.

Nýjar vinnslulínur í móttöku- og flokkunarstöðinni munu samtals innihalda átta málmskiljur, sigti og annan búnað til að aðskilja lífrænan hluta heimilisúrgangsins frá ólífrænum efnum, s.s. plasti og öðru sem þar kann að leynast. Einnig verða þar tveir nýir vindflokkarar sem munu aðskilja létt efni, s.s. plast, pappír og textíl frá timbri, gleri og öðrum eðlisþyngri efnum. Lífræni úrgangurinn fer svo til gas- og jarðgerðar í Gaja, nýrri gas- og jarðgerðarststöð Sorpu í Álfsnesi.

Heimild: Sorpa

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2