Veiddu væna þorska á Norðurbakkanum

Áhugi á dorgveiði hefur aukist mikið undanfarið

Þorsteinn Karl Arnarsson með þorskinn. - Ljósmynd: Mikel Dan.

Þorsteinn Karl Arnarsson veiddi þennan glæsilega þorsk á Norðurbakkanum fyrir skömmu en hann hefur oft verið með félögunum sínum við veiðar þar.

Einn þeirra er Mikael Dan sem tók þessa flottu mynd af Þorsteini með þorskinn sem þeir slepptu svo aftur í sjóinn, en þorskurinn reyndist um 5 kg.

Mikael sagði í samtali við Fjarðarfréttir að þeir hafi tekið góða syrpu þarna í apríl. „Við fórum þarna nánast á hverum degi þegar veður leyfði. Þegar við veiddum var alltaf stór fiskur. Venjulega var fiskurinn 2 kg en þegar það var að flæða út kræktu menn sér í fiska sem voru vel yfir 4-5 kg. Eitt kvöldið fengum við fisk sem var 10 kg en þessi fiskur sem vinur minn veiddi var 5 kg,“ sagði Mikael.

Aðspurður sagði Mikael að þeir hafi notað 40-60 g spúna í allskonar litum.

Miklu fleiri en venjulega hafa verið við veiðar á Norðurbakkanum undanfarna mánuði og oft hefur lítið fengist þó menn hafi staðið þarna í alls konar veðri.

Unanfarið hafa þó sést vænir þorskar og hefur það eflaust aukið áhugann enn fremur.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here