Fimmtudagur, ágúst 28, 2025
HeimFréttirVeiddu væna silunga í Læknum

Veiddu væna silunga í Læknum

Vinirnir Dagur Máni Ágústsson og Viktor Máni Arnarsson hafa oft verið úti með veiðistangir á Læknum.

Sjaldnast fá þeir nokkurn fisk en um daginn beit heldur betur á hjá þeim og komu þeir heim með tvo glæsilega silunga.

Máni flakar sína fiska og sýður fyrir kisurnar heima hjá honum en þær elska fisk.

Einn íbúi við Lækinn segist sjá stærðarinnar sjóbirtinga þar á haustin.

Meðfylgjandi mynd tók Sveinn Ingi Bjarnason fyrir Fjarðarfréttir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2