fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirVann silfurverðlaun á alþjóðlegu stigamóti í Lettlandi

Vann silfurverðlaun á alþjóðlegu stigamóti í Lettlandi

Landsliðsmaðurinn Leo Anthony Speight úr Björk vann silfurverðlaun í gær á alþjóðlegu stigamóti World Taekwondo í Riga í Lettlandi.

Þetta eru stærstu verðlaun sem íslenskur karl keppandi hefur náð síðan 2009 þegar Björn Þorleifsson, einnig úr Björk fékk silfurverðlaun á British Open.

Leo Anhony Speight keppir í -68 Senior flokki.

Leo á verðlaunapalli í Riga. – Ljósm: aðsend

Leo keppti fyrst á móti finnskum keppanda og sigraði hann örugglega 2-0. Næst keppti hann við króatískan keppanda og og sigraði Leo þar 2-1 og hann kominn í undanúrslit og öruggur með brons.

Í undanúrslitunum keppti Leo á móti Dana sem er bronsverðlaunahafi síðasta Evrópumóts. Leo gerði sér lítið fyrir og sigraði hann 2-0.

Leo ásamt Gunnari Bratli landsliðsþjálfara og Guðmundi Flóka Sigurjónssyni sem keppti í unglingaflokki. – aðsend mynd

Úrslitum lauk með jafntefli, 5-5 en Belganum var dæmdur sigur á betri tækni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2