fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirUmhverfiðVilja hætta að nota helíumblöðrur

Vilja hætta að nota helíumblöðrur

Frumefnið helíum er sjaldgæft á jörðinni og gríðarlega verðmætt

Umhverfis- og framkvæmdarráð lagði til á fundi sínum í morgun að Hafnarfjarðarbær og stofnanir hans hætti að nota helíum í gasblöðrur.

Í greinargerð segir: „Frumefnið helíum er sjaldgæft á jörðinni og gríðarlega verðmætt. Það er eitt fárra frumefna sem leka úr lofthjúpi jarðar og út í geim og er því ekki sjálfbært. Helíum er notað í lækningaskyni og er t.d notað í myndgreiningatæki eins og heilaskanna á sjúkrahúsum, við meðferð á asma, skurðlækningar og margt fleirra. Helíum er einnig mikilvægt fyrir rannsóknir á sviði geimvísinda. Fyrir nokkrum árum gætti mikils skorts á helíum í heiminum, en í fyrra bætti aðeins úr þegar uppgötvaðist ný helíum uppspretta í Tansaníu.

Vísindamenn hafa í nokkur ár kallað eftir banni á notkun á helíum í gasblöðrur, vegna þess hve dýrmætt það er fyrir læknavísindin og önnur vísindi og þar sem það er af skornum skammti.

Borgir og svæði víðsvegar um heiminn hafa því bannað helíumblöðrur, bæði vegna helíumsins og einnig vegna slæmra áhrifa ruslsins af blöðrunum á dýralíf og vistkerfi jarðar.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2