fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirUmhverfiðVallavatn getur verið stórhættulegt börnum

Vallavatn getur verið stórhættulegt börnum

Náttúrulegt flæði vatns veldur íbúum áhyggjum

Heyra má í rennsli vatns í hraunsprungunum.

„Eftir rigningar síðustu daga er stöðuvatnið á Völlunum komið á sinn stað,“ segir Óskar Daði Pétursson íbúa á Völlum en hann án segist hafa án árangurs reynt að ná til bæjarins undanfarna vetur, til að benda á þetta vandamál en lítið haft upp úr krafsinu. Hann segir að eitthvað þurfi að gera til að laga frárennsli vatnsins svo ekki myndist þetta gríðarlega vatn.

Horft í átt að Furuvöllum
Horft í átt að Furuvöllum

„Börn dragast eðlilega að fyrirbærinu til að leika enda mjög spennandi. Það væri afskaplega sorglegt ef illa færi því ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því að vatnið nær um 150 cm niður þar sem það er dýpst. Við leyfum ekki börnum að vera eftirlitslausum í sundlaugum með þeirri dýpt. Vatnið leggur væntanlega í vetur, en breytileg hæð vatnsins gerir klakann óútreiknanlegann, segir Óskar Daði.

Séð yfir Ástjörn að Völlum
Séð yfir Ástjörn að Völlum

Gríðarlega miklar rigningar hafa verið undanfarið og hæð vatnsins verið með allra mesta móti, svo mikil að lítið vantaði upp á að flæddi inn á Furuvelli. Göngustígar liggja undir vatni en hratt sígur úr vatninu en ennþá flæðið í áttina að því úr Ástjörninni. Íbúi sagði þarna myndast stöðuvatn tvisvar til þrisvar á ári en þarna þorni nær alveg á milli.

Hér má sjá hvar vatnið rennur frá Ástjörninni
Hér má sjá hvar vatnið rennur frá Ástjörninni

Til gamans má geta að þarna yfir voru hugmyndir um að leggja veg frá Ásvöllum og inn í Skarðshlíð en eindregin mótmæli íbúa hafa slegið þau áform út af borðinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun og í dag og hafði yfirborði lækkað þó nokkuð.

vellir-grisanes-vatn-18vellir-grisanes-vatn-16vellir-grisanes-vatn-10asvellir-vatn-11

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2