Tvær milljónir kr. til fjölmiðlaefnis um umhverfismál

Umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðar tekin til umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði

Lúpína ofan Kjóadals

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykki á fundi sínum í gær 2.000.000 kr. stuðning við gerð fjölmiðlaefnis um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á því sviði, sem Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Grænvangur, og Festa, miðstöð um samfélagsmál vinna að í samstarfi við Sagafilm og RÚV.

Verður fénu varið til gerðar þáttanna „Hvað getum við gert?“ en ríkisstjórn Íslands veitti í desember 10 milljónum kr. af ráðstöfunarfé sínu í verkefnið.

Í þáttunum verður sjónum beint að lausnum, þróun og nýsköpun í loftslagsmálum en þáttaröðin kemur í framhaldi af þáttaröðinni „Hvað höfum við gert?“

Var féð tekið af fjárhagslið fræðsluhluta umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar.

Hér að neðan má sjá fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráð, en þar mætti ætla að samþykkt væri að veita samtals 4 milljónum til tveggja verkefna en raunin er að styrkirnir í lið 1 og 2 er sama samþykktin.

1. 1912275 – Fjölmiðlaefni um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á því sviði, framleiðsla, erindi
Lagt fram erindi Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Grænvangur, Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð,
í samstarfi við Sagafilm og RÚV varðandi stuðning við framleiðslu fjölmiðlaefnis um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á því sviði. Fulltrúar hópsins mæta til fundarins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Tinnu Jóhannsdóttur og Elínu Hirst fyrir kynninguna og samþykkir stuðning við verkefnið að fjárhæð kr. 2.000.000 sem hluta af fræðsluhluta umhverfis- og auðlindastefnu.

2. 1801408 – Umhverfis- og auðlindastefna, aðgerðaráætlun
Tekið fyrir að nýju staða verkefna og aðgerðaráætlun ársins 2020. Frestað frá síðasta fundi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir upplýsingum frá fræðsluráði varðandi mælingar á matarsóun í leik- og grunnskólum. Auk þess er óskað eftir upplýsingum umhverfis- og skipulagssviðs varðandi stefnumótum og fyrirkomulag rafhleðslustöðva í eldri hverfum.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir stuðning við verkefnið “Hvað getum við gert” málsnúmer 1912275 að fjárhæð kr. 2.000.000.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here