Snjó hefur kyngt niður í dag, pálmasunnudag – Myndasyrpa

Snjór upp fyirr hné við Hvaleyrarvatn

Úr Riddaralundi við Hvaleyrarvatn.

Snjó hefur kyngt niður í dag og víða hefur skafið í djúpa skafla. Göngustígar sem mokaðir voru fyrr í daga voru eins og ómokaðir síðdegis.

Þrátt fyrir leiðinda veður og þungt færi var þó nokkuð um fólk á ferli og við Hvaleyrarvatn mátti víða sjá för eftir fólk á ferð. Við suðvestur hluta vatnsins sást hvergi í göngustíga sem þó hafa reglulega verið mokaðir. Þegar ljósmyndari Fjarðarfrétta fór þar um voru þar djúpir skaflar ofan á stígnum og svo djúpir að náði upp fyrir hné.

Búist er við vindi og rigningu í nótt og í fyrramálið svo líklegt að víða verði enn þungfærara.

Götur hafa verið mokaðar og á Strandgötunni undir Vesturhamrinum og við Ólarunstún hafa snjóruðningstæki farið það hratt að saltblönduðum snjónum hefur verið þeytt yfir gangstéttar og gert þær enn verri til yfirferðar.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here