fbpx
Fimmtudagur, janúar 27, 2022

Skortur á bílastæðum og símasambandi við Hvaleyrarvatn

Algjör sprenging hefur verið í aðsókn að Hvaleyrarvatni undanfarin ár og nú er svo komið að öngþveiti myndast þegar búið er að leggja bílum alls staðar við veginn og á þeim örfáu óformlegu bílastæðum sem þar eru.

Jökull, starfsmaður Skógræktarfélagsins tók meðfylgjandi myndir sem sýna vel vandamálið en framkvæmdir á svæðinu hafa ekki verið í neinu samræmi við þann mikla áhuga sem er á svæðinu.

Segir Árni Þórólfsson, starfsmaður Skógræktarfélagsins, að svona hafi ástandið verið flesta daga í sumar, þarna skort skorti algerlega bílastæði auk þess sem hann bendir á að mjög lélegt símasamband sé þarna við sandvíkina.

Lagt er beggja vegna í brekkunni.

Skógræktarfélagið, með samningi við Hafnarfjarðarbæ, sér um hreinsun á svæðinu og hefur séð um stígagerð þar sem sjálfboðaliðar hafa lagt mikla vinnu fram.

Verið er að setja upp vatnssalerni við skátaskálann en það er samstarfsverkefni skátanna og Hafnarfjarðarbæjar. Er því ætlað að þjóna almenningi og skátum sem dvelja á skátasvæðinu við Skátalund, skátaskálann austan við vatni.

Þarna skortir merkingar, fornminjar á svæðinu eru ekki eða illa merktar og töluvert skortir á skýrar merkingar á helstu skógarstígum sem eru margir á svæðinu.

Ákall um bundið slitlag

Umferð er oft mikil meðfram vatninu og þarna fara um vöruflutningabílar þó þungatakmarkanir hafi verið settar á veginn. Ákall er um að vegurinn meðfram vatninu verði malbikaður með tilheyrandi þrengingum til að takmarka hraða en oft er mikil rykmengun sem leggst bæði yfir gróður og fólk.

Á sjöunda áratugi síðustu aldar var svæðið berangurslegt og enginn skógur á svæðinu en á undanförnum árum hefur það breyst í útivistarparadís sem þúsundir nýta í hverri viku.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar