Plast má fara í orkutunnuna í mars

Flokkun og skil á plasti gerð auðveldari fyrir íbúa Hafnarfjarðar

Brátt má safna öllum plastumbúðum í poka og setja í gráu tunnuna.

Í mars verður tekinn í notkun nýr búnaður í móttöku- og flokkunarstöð SORPU sem mun auðvelda flokkun á plasti til endurvinnslu. Þá verður einfaldlega hægt að setja hreint plast í lokuðum plastpoka í gráu sorp­tunnuna og SORPA flokkar það svo vélrænt frá öðrum úrgangi og kemur til endurvinnslu. Nýi tækjabúnaðurinn mun meta eðlisþyngd plastsins og blæs pokum með flokkuðu plasti frá öðrum úrgangi. Ekki mun þurfa neina sérstaka poka undir plastið, að öðru leyti en því að þeir þurfa að vera úr plasti. Íbúar geta því t.d. notað innkaupapoka eða aðra plastpoka sem til falla á heimilum. Markmiðið er að draga úr urðun plasts og nýta betur hráefni í plastinu. Aðal­málið er að halda plastinu sér í lokuðum pokum þannig að vélbún­að­urinn geti unnið sitt verk.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here