fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirSkipulagsmálLögregluaðgerðum hótað á Geymslusvæðið

Lögregluaðgerðum hótað á Geymslusvæðið

Hefur losað þar malbiksúrgang án heimilda

Geymslusvæðið ehf. sótti í fyrra um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig voru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús, efni sem hugsað var til að taka lóðir félagsins í hæðir.

Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir og fékk svör sem það taldi ekki fullnægjandi.

Þrátt fyrir þetta hóf Geymslusvæðið mótttöku á malbiki án heimilda og segir í bréf Þormóðs Sveinssonar skipulagsfulltrúa 3. ágúst sl. að forsvarsmönnum fyrirtækisins hafa ítrekað verið tilkynnt um þessa niðurstöðu og því hafi þeim mátt vera ljóst að engin heimild til framkvæmda af þeim toga sem átt hefur sér stað á umræddu landsvæði hafi legið fyrir.

Á losunarsvæði Geymslusvæðisins
Á losunarsvæði Geymslusvæðisins

Var þeim gert að stöðva framkvæmdir tafarlaust og jafnframt að fjarlægja umræddan framkvæmda- og byggingarúrgang. Er þeim gert að leggja fram tímasetta verkáætlun til samþykktar hjá skipulags- og byggingarráði um upphaf lagfæringar og fyrirhuguð lok hreinsunar. Jafnframt skal gera grein fyrir því hvert úrgangurinn verði fluttur og lögð fram tilskilin leyfi fyrir því ef þarf.

Var í bréfinu vísað í 54. gr. skipulagslaga um dagsekir og 55. gr. um refsiábyrgð og Geymslusvæðinu ehf. gefinn skriflegur andmælaréttur til 18. ágúst nk.

Vill kæra losun malbiksúrgangs til lögreglu

Skipulags- og byggingarráð beinir því til Umhverfis- og skipulagsþjónustu að losun malbiksúrgangs á þessu svæði verði kærð til lögreglu og umhverfisstofnunar.

Malbiksúrgangur
Malbiksúrgangur

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar staðfestir með vísan til 53. gr. skipulagslaga 123/2010 stöðvun ofangreindra framkvæmda.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2