fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirLjósmengun víða vandamál í Hafnarfirði

Ljósmengun víða vandamál í Hafnarfirði

Sterkt ljós lýsti alla helgina frá hafnarsvæðinu

Gríðarlegur munur er á góðum götulömpum og lélegum sem lýsa í allar áttir

Ljósmengun er algengara vandamál í Hafnarfirði og víðar á Íslandi en margir átta sig á. Á ljósastaurum eru víða gamlir lampar sem lýsa í allar áttir. Nýrri lampar eru bæði með betri ljósgjöfum, með hvítara ljósi og mun betur skermað ljós sem ekki lýsir í allar áttir.

Í byggingarreglugerð segir að lýsing á lóðum skuli vera þannig að hún valdi hvorki óþarfa ljósmengun, nágrönnum óþægindum né trufli umferð utan lóðar.

Þá segir einnig að við hönnun á útilýsingu skuli þess gætt að ekki verði um óþarfa ljósmengun að ræða frá flóðlýsingu mannvirkja. Tryggja skal að útilýsingu sé beint að viðeigandi svæði og nota skal vel skermaða lampa sem varpa ljósinu niður og valda síður glýju og næturbjarma. Lýsing vinnustaða skal uppfylla að lágmarki kröfur staðalsins ÍST EN 12464-1 fyrir vinnustaði innandyra og staðalsins ÍST EN 12464-2 fyrir vinnustaði utandyra. Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

Þegar hús er flóðlýst verður það í raun að risastórum lampa og endurkastar það ljósi á umhvefi sitt og getur valdið óþægindum hjá nágrönnum.

Lengi hefur verið mikil ljósmengun frá hafnarsvæðinu, bæði frá lýsingu á hafnarsvæðinu og ljóskösturum á skipum. Um helgina var mjög sterkt ljós á hafnarsvæðinu sem var m.a. til óþæginda efst í Setberginu.

Ekki er langt síðan að lýsing á hafnarsvæðinu var bætt verulega með þeirri einföldu aðgerð að snúa ljósunum betur niður.

Lýsing upp hliðar Íslandsbanka á Strandgötu sést oft víða í bænum þegar snjómugga eða lágskýjað er og ljóskross á Hafnarfjarðarkirkju er lýstur upp með öflugum kastara sem myndar oft áberandi ljósgeisla upp til himins.

Víða um heim er mikið lagt upp úr gæðum lýsingar og allt reynt til að koma í veg fyrir ljósmengun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2