Krotarar unnu skemmdarverk á leikvelli og eignum fólks

Dapurlegt að horfa upp á svona skemmdarstarfsemi

Íbúar við Hverfisgötu eru miður sín vegna skemmda sem unnar hafa verið á svokölluðum Holuróló við Hverfisgötu og eigum fólks þar í kring.

Segir Hlín Hjartar Magnúsdóttir þetta hafa verið gert sl. föstudaginn og svo aftur sl. mánudag.

Eins og sjá má á myndunum hefur víða verið krotað og er bagalegt þegar svona er gert enda kostar það samfélagið háar upphæðir að fjarlægja svona krot.

Hafnarfjarðarbær hefur í gegnum tíðina reynt að skaffa krössurum aðstöðu til að sprauta myndir sýnar og merki á en það virðist ekki minnka krass á hinum ýmsu stöðum sem er mikil lýti fyrir bæjarfélagið.