Víða í bæjarlandinu er krækiberjalyng og þátttakendur í Ratleik Hafnarfjarðar hafa víða séð væn gómsæt krækiber. Fátt er betra í gönguferðum um hraun og hollt að gæða sér á berjum sem seðja bæði hungur og þorsta.
Víða hefur lyngið horfið þegar lúpínan veður yfir lyngmóana en hún hefur látið hraunsvæðin nær alveg afskiptalaus svo þar má víða finna krækiber. Ætli fólk að tína ber í stærri stíl er ráðlegt að bíða lengur fram í ágúst á meðan berin stækka.
Að dreyma krækiber
Að sjá falleg krækiber er tákn þess að þú eigir góða vini. Að tína krækiber er fyrir velgengni. Stundum geta krækiber verið fyrir rigningu.
Hollusta krækiberja
Þessi árstími er einnig tími berjatínslu. Berin sem tínd eru má nota á margvíslegan hátt, t.d. út á súrmjólk eða skyr, í skyrdrykki, kökur og sultugerð. Krækiber eru auðug af vítamínum, steinefnum, trefjaefnum og öðrum hollustuefnum. Sérstaklega eru þau rík af C-vítamíni. Það er andoxunarefni en þau hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum líkamans. Þessi sindurefni eru talin tengjast hrörnun og því að ákveðnir sjúkdómar þróast í líkamanum, s.s. krabbamein, æðakölkun og ský á auga. Töluvert er af járni í krækiberjum en rannsóknir sýna að mörg börn og konur á Íslandi fá ekki nægjanlegt magn járns úr fæðunni. Krækiber eru einnig trefjarík en trefjaefni eru nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu.
Uppskriftir
Krækiberjahlaup – Hallgerðar
1,5 kg. krækiber
1,4 kg. sykur
0,3 kg. vatn
2 pk. Pectínal
Krækiber og vatn soðið og síðan sigtað. Sykrinum bætt í safann og soðið í 10 mín. Pectínal sett út í og soðið í 5 mín. Hellt á krukkur.
Krækiberjasaft – Helgu Sigurðar
1 l krækiberjasaft
400 gr. sykur
Krækiberin eru hreinsuð, þvegin og pressuð í berjapressu. Saftin mæld og sykrinum blandað saman við. Vínsýran leyst upp í litlu heitu vatni og hrærð saman við. Saftin er ýmist höfð hrá eða soðin í 5-10 mín. Geymd á flöskum
Krækiberja-Chutney – matarklúbbs Ingunnar á facebook
600 gr krækiber
1 rauðlaukur, saxaður
2 ½ cm bútur af engiferrót, rifin
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1-2 epli, afhýdd og söxuð
1 dl vínedik
2 ½ dl púðursykur
1 tsk sinnepsfræ
½ tsk salt
1 dl rúsínur
Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur.
Krækiberjalíkjör – matarklúbbs Ingunnar á facebook
500 gr krækiber
2 dl hlynsíróp
2-3 dl sykur
1 flaska vodka (750 ml)
Tætið berin sundur í matvinnsluvél og setjið safann í pott ásamt hratinu. Hitið varlega og leysið sykur upp í vökvanum. Takið pottinn af hitanum og hellið vodka út í. Látið standa í 30 mín. Sigtið og setjið á flöskur. Geymið í 2-3 mánuði. Geymist í a.m.k. eitt ár.
Krækiberjaís
1/2 l rjómi
4 eggjarauður
5 msk sykur
350 ml krækiberjamauk
1/2 sítróna
Rjóminn stífþeyttur.
Eggjarauður og sykur þeytt vel saman, krækiberjamaukinublandað saman við.
Rjóminn hrærður varlega út í og að síðustu sítrónusafinn. Sett í frysti.
Heimild: landlaeknir.is, draumur.is, bland.is og víðar