fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmhverfiðFjórðungur Hafnarfjarðar er skógi vaxinn

Fjórðungur Hafnarfjarðar er skógi vaxinn

0,3 km² ræktaður skógur yfir 2 m en 4,4 km² undir 2 m á hæð

Í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn
Í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn

Samkvæmt endurbættri skóg­­lendisvefsjá sem Björn Traustason hjá Skógrækt ríkisins hefur gert er 24,8% Hafnarfjarðar, utan Krýsu­víkur skógi vaxinn. Í Hafnarfirði mun­ar mestu um þekju nátt­úru­legs birkis undir 2 m á hæð.

Ná­grannar okkar í Garðabæ hafa hæst hlutfall skóglendis af landi sínu eða 31,1% en á eftir okkur kemur skógræktar­hérað­ið Fljótsdals­hreppur með 14,7%.

Í samantekt Péturs Halldórssonar á vef Skógræktar ríkisins kemur fram að hlutfall náttúrlegs birkis af flatarmáli sveitarfélags er mest í Garðabæ, rúm 23% og tæp 20% í Hafnarfirði. Alls eru 5 sveitarfélög með yfir 10% þekju birkiskóglendis neðan 400 m.

Skoða má vefsjána hér en þar er hægt að skoða hvern landshluta fyrir sig.

Við Hvaleyrarvatn
Við Hvaleyrarvatn

Aðeins 6 sveitarfélög með meiri en 5% þekju skógræktar

Íslendingar hafa undanfarna áratugi stefnt að því að þekja 5% láglendis skógi þótt hægar gangi en vonast var til í fyrstu. Ef reiknað er hlutfall ræktaðra skóga af flatarmáli lands neðan 400 m í einstökum landshlutum kemur í ljós að hlutfallið er hæst á Austurlandi. Þar reynast 2,3% lands neðan 400 m vera þakin ræktuðum skógum. Hlutfallið var mjög svipað á Vesturlandi og Suðurlandi, en lægst á Norðurlandi og Vestfjörðum.

Hlutfall ræktaðs skóg í landi Hafnar­fjarðar undir 400 m er 5% en aðeins fimm sveitarfélög hafa hærra hlutfall ræktaðra skóga.

Hvað er skógur?

Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum telst svæði vera skógur ef krónuþekjan er 10% með 500 plöntur á ha. eða meira. Þá er miðað við 5 m hæð trjáa en á Íslandi er miðað við 2 m hæð. Skógarsvæði með lægri en 2 m tré að jafnaði teljast kjarrsvæði.

Ýmsar fleiru skilgreiningar eru og telst skógrækt innanbæjar t.d. ekki með, jafnvel í stærri görðum ef undirgrróðurinn er sleginn. Ekki hefur verið tekið saman hversu mikil trjárækt er í Hafnarfirði og því engar tölur til um t.d. kolefnisjöfnun með trjárækt innanbæjar.

Nemendur nýta sér útikennslustofu í Höfðaskógi
Nemendur nýta sér útikennslustofu í Höfðaskógi

Hlutfall náttúrlegs birkis næst mest í Hafnarfirði

Hlutfall náttúrlegs birkis af flatarmáli sveitarfélags var mest í Garðabæ, 23,1% og 19,8% í Hafnarfirði. Alls voru 5 sveitarfélög með yfir 10% þekju birkiskóglendis neðan 400 m.

Sjá má ítarlegri umfjöllun á vef Skógræktar ríkisins hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2