fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirBlátunnan verður tæmd á 4 vikna fresti frá næstu áramótum

Blátunnan verður tæmd á 4 vikna fresti frá næstu áramótum

Hefur verið tæmd á þriggja vikna fresti frá 1. janúar 2019

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur samþykkt að framlengja núverandi verksamning um eitt ár. Það er fyrirtækið Kubbur sem sér um sorphirðuna og óskaði fyrirtækið eftir framlengingu á samningi.

Jafnfram samþykkti ráðið að blátunnan, pappírstunnan, verði tæmd á 4 vikna fresti frá næstu áramótum en í dag er hún tæmd á þriggja vikna fresti.

Frá og með 1. janúar 2019 ákvað Hafnarfjarðarbær að blátunnan yrði tæmd á 21 dags fresti. Blátunna við hafnfirsk heimili hafði frá innleiðingu hennar í september 2013 verið losuð á 28 daga fresti. Ákveðið hefur var að auka hirðutíðni m.a. í þeirri von að magn pappa í grátunnu hyrfi alveg. Tveimur áruð síðar er horfið til fyrra horfs án skýringa.

Íbúar þurfa því að aðlaga sig að því að tunnan sé tæmd með einnar viku lengra millibili en venjulega.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2