fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirÞriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut - Uppfært

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut – Uppfært

Að minnsta kosti tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut rétt fyrir kl. 12 í dag. Þrír sjúkrabílar og einn tækjabíll eru mættir á svæðið frá slökkviliðinu. Einn hefur verið fluttur alvarlega slasaður á slysadeild.

Ef komið er frá Reykjanesinu beinir lögreglan umferð frá Reykjanesbraut inn á Ásvelli og inn í Holtið um nýju mislægu gatnamótin og beint aftur upp hjá mislægu gatnamótunum á Ásvöllum.

Lögreglan beinir einnig umferð inn á Ásvelli ef fólk er á leið úr Hafnarfirði og aftur upp á Reykjanesbraut við nýju mislægu gatnamótin.

Uppfært kl. 15:00.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar lentu tveir bílar í árekstri fyrst og fór sá sem var fluttur slasaður á slysadeild úr bíl sínum og lenti fyrir öðrum bíl. A.m.k. tíu bifreiðar keyrðu framhjá slysastað án þess að bjóða fram hjálp.

Vegfarendum tóku eftir sérsveitarbílum á svæðinu og voru þeir þar til hjálpar lögreglunnar því þeir voru rétt hjá.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2