fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirSundlaugarnar lokaðar vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun - Uppfært

Sundlaugarnar lokaðar vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun – Uppfært

Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun er engin framleiðsla á heitu vatni í virkjuninni sem stendur.  Því er heildarframleiðslugeta á heitu vatni fyrir hitaveitu höfuðborgarsvæðisins skert um að minnsta kosti 20%.

Af þessum sökum þarf að loka öllum sundlaugum  á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vonast er til að lokunin vari einungis út daginn.

Teymi frá Orku náttúrunnar er komið á staðinn og viðgerð er hafin.

Uppfært kl. 16:30:

Viðgerð stendur enn yfir og var bilunin umfangsmeiri en upphaflega var talið. Framleiðsla á heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun er nú komin í gang að hluta til en ekki er búist við að viðgerðinni ljúki að fullu fyrr en í kvöld. Eftir að viðgerð lýkur tekur um hálfan sólahring að vinna upp vatnsforða til að geta staðið undir fullri eftirspurn. Því er ljóst að sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu munu ekki opna í fyrramálið. Staðan verður metin aftur á morgun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2